keramik verk eftir Þórdísi Lind Jónsdóttur

Um mig

Þórdís Lind 

Ég hef alltaf verið skapandi og haft gaman af hönnun og myndlist. Ég er að læra arkitektúr við Listaháskóla Íslands og samhliða því starfa ég við blómahönnun í blómabúð. Ég hef því fengið tækifæri til að þróa minn stíl í hönnun. Ég lærði leirrennslu og mótun við Myndlistaskóla Reykjavíkur og hef síðan gert mitt eigið heimastúdíó þar sem keramikverkin eru gerð.  Ég fæ mikinn innblástur frá arkitektúr, íslenskri náttúru og blómum við keramikverkin mín.